Málsnúmer 1805018

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 8. fundur - 15.05.2018

Í vetur hefur mikið verið rætt um heilsueflingu fyrir eldri borgara á fundum öldungaráðs. Ráðið hefur lagt til að horft verði til samnings landlæknis við Janus Guðlaugsson og hann hafður sem fyrirmynd að starfi fyrir eldri borgara í Grundarfirði.

Öldungaráð leggur til að hafist verði handa við gerð púttvallar í Paimpol garði í samstarfi við golfklúbbinn Vestarr hið fyrsta svo hann verði tilbúinn til notkunar í byrjun sumars.

Öldungaráð kallar eftir því að ráðinn verði starfsmaður til að skipuleggja hreyfingu og heilsueflingu fyrir eldri borgara á vetrum. Óskað er eftir að búið verði að undirbúa vetrarstarfið í byrjun september svo hægt sé að ganga að ákveðinni dagskrá um hreyfingu og almennri heilsueflingu vísri.

Öldungaráð - 9. fundur - 12.09.2019

Elsa sagði frá verkefninu "Heilsueflingu 60 plús" sem fór af stað í lok janúar sl. Heilsueflingin felst í að fjórum sinnum í viku eru íþróttatímar, annars vegar í íþróttahúsinu og einnig í líkamsræktarstöð. Hreyfingin stendur öllum til boða sem eru 60 ára og eldri og þeim sem búa við örorku.
Verkefnið er unnið í samstarfi Félags eldri borgara Grundarfirði og Grundarfjarðarbæjar, og nýtur Félag eldri borgara stuðnings Rauða kross deildarinnar í Grundarfirði. Ætlunin er að fá aukna fræðslu samhliða heilsuræktinni og þróa starfið áfram.

Ráðið lýsir ánægju með heilsueflingarverkefnið og hvernig til hefur tekist.

Öldungaráð - 10. fundur - 27.03.2021

Félag eldri borgara hefur frá snemma árs 2019, í samvinnu við Grundarfjarðarbæ, haldið úti heilsueflingu 60 . Í vetur hefur starfið verið með hléum vegna samkomutakmarkana.

Elsa sagði frá starfi heilsueflingar, en Félag eldri borgara hefur haldið úti starfinu og fengið styrk frá Rauða kross deildinni í Grundarfirði. Grundarfjarðarbær sér um húsnæðisþáttinn og styður við að öðru leyti. Þátttakendur greiða lágt mánaðargjald. Ekki hefur verið rukkað á vorönn, þar sem starfið hefur verið stopult í vetur.

Vegna samkomutakmarkana hefur starfið verið með hléum í vetur. Það fer fram í íþróttahúsinu og líkamsræktinni.

Ætlunin var alltaf að fá fyrirlesara til okkar, með áhugaverðar kynningar og fróðleik, en vegna Covid hefur lítið orðið af því síðasta árið.
Eins var áhugi á að fá HVE til liðs við hópinn, með stuðning á sviði heilsufarsmælinga. Það er í skoðun.

Fundarmenn lýstu ánægju með starf heilsueflingarinnar, ekki síst þjálfarana, þær Ágústu Einarsdóttur og Rut Rúnarsdóttur, sem hafa haldið afar vel utan um starfið.
Elsu var þakkað fyrir ötult starf og gott utanumhald og áhuga fyrir þessu mikilvæga starfi.

Öldungaráð - 11. fundur - 19.01.2024

Heilsuefling 60 ára og eldri og þeirra sem búa við örorku er verkefni sem Félag eldri borgara í Grundarfirði er í forsvari fyrir og Grundarfjarðarbær styrkir. Sameinað í umræðum undir dagskrárlið 3.